Þrír leikmenn Íslandsmeistara Þór/KA hafa verið valdar í 23-manna hóp sem heldur til Algarve á árlegt æfingamót.
Þetta eru þær Sandra María Jessen, Andrea Mist Pálsdóttir og Anna Rakel Pétursdóttir. Mótið fer fram 27.-7. mars í Algarve á Spáni. Freyr Alexandersson er landsliðsþjálfari Íslands.
Anna Rakel og Andrea Mist hafa báðar litla reynslu með A-landsliðinu og verður þetta því dýrmætt fyrir þær. Þær hafa báðar leikið einn leik. Sandra María er öllu reynslumeiri og hefur leikið 21 landsleik og skorað í þeim 6 mörk.
Til hamingju stelpur!