Þór/KA úr leik í Meistaradeild Evrópu

Þór/KA
Þór/KA

Þór/KA lék seinni leik sinn gegn Zorky í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Leikurinn fór fram í Rússlandi og höfðu heimastúlkur betur 4-1 og samtals 6-2 í viðureigninni. Fyrirliðinn Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði fyrir Þór/KA. 

 
Staðan í hálfleik var 3-0 fyrir Zorky en Arna Sif minnkaði muninn á 58. mínútu. Zorky voru þó ekki hættar en þær skoruðu 65. mínútu en þar við sat og lokatölur 4-1. 
 
Þór/KA
Mark: Victoria Alonzo.
Vörn: Lára Einarsdóttir (Helena Rós Þórólfsdóttir - 72. mín), Aldís Marta Sigurðardóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Gígja Valgerður Harðardóttir.
Miðja: Kayla Grimsley, Thanai Annis, Katrín Ásbjörnsdóttir, Karen Nóadóttir (Silvía Rán Sigurðardóttir - 82. mín) og Mateja Zver.
Sókn: Hafrún Olgeirsdóttir (Sandra María Jessen - 46. mín)
Ónotaðir varamenn: Helena Jónsdóttir (m), Katla Ósk Rakelardótir, Lillý Rut Hlynsdóttir og Arna Benny Harðardóttir.