Þór/KA - Þróttur í dag

Stelpurnar eru klárar í slaginn!
Stelpurnar eru klárar í slaginn!

Kvennalið Þórs/KA tekur á móti Þrótti í 11. umferð Pepsi deildar kvenna í dag á Þórsvelli klukkan 18:00. Lið Þróttar er næst neðst í deildinni með 2 stig á meðan okkar lið er með 15 stig í 7. sætinu. Þór/KA gjörsigraði sterkt lið Vals 5-0 í síðasta leik og er vonandi komið aftur í gírinn en með sigri í dag myndi liðið skjótast upp um tvö sæti í deildinni.

Við hvetjum alla til að mæta á Þórsvöll í dag og styðja stelpurnar til sigurs, þó að leikurinn líti vel út á pappírunum þá vinnast leikir á vellinum. Stelpurnar voru frábærar í síðasta leik og ætla að byggja á honum í dag, áfram Þór/KA!