Þór/KA tekur á móti Breiðablik

Stelpurnar ætla sér öll stigin í kvöld!
Stelpurnar ætla sér öll stigin í kvöld!

Í kvöld klukkan 18:00 tekur kvennalið Þórs/KA á móti Íslands- og Bikarmeisturum Breiðabliks á Þórsvelli, en leikurinn er liður í 12. umferð Pepsi deildarinnar. 

Fyrir leikinn eru okkar stelpur í 4.-5. sæti ásamt ÍBV með 18 stig og er ljóst að það verður hörð barátta um hvort liðið landar 4. sætinu. Á sama tíma er Breiðablik í 2. sætinu og má alls ekki við því að misstíga sig ætli liðið að verja Íslandsmeistaratitilinn.

Það má því reikna með hörkuleik í kvöld og hvetjum við að sjálfsögðu alla til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs, áfram Þór/KA! 

 FÉLAGLUJTMÖRKNETSTIG
1 Stjarnan 11 9 1 1 29  -    6 23 28
2 Breiðablik 12 8 4 0 24  -    5 19 28
3 Valur 11 7 3 1 25  -    8 17 24
4 Þór/KA 11 5 3 3 20  -  15 5 18
5 ÍBV 11 6 0 5 19  -  14 5 18
6 Fylkir 11 2 4 5 11  -  17 -6 10
7 Selfoss 12 3 1 8 15  -  28 -13 10
8 FH 11 3 1 7   6  -  20 -14 10
9 KR 11 1 3 7 10  -  28 -18 6
10 ÍA 11 1 2 8   5  -  23 -18 5