Kvennalið Þórs/KA tekur í kvöld á móti Selfyssingum á Þórsvelli klukkan 18:00. Eftir frábæra byrjun á sumrinu hefur okkar lið gefið aðeins eftir og hefur dottið niður í 6. sæti deildarinnar með 11 stig en á þó leik til góða.
Lið Selfoss hefur verið mjög gott í sumar og situr í 3. sæti deildarinnar með 16 stig. Sigri Þór/KA í kvöld getur liðið farið upp fyrir Selfoss vegna leiksins sem liðið á inni gegn Val.
Við hvetjum alla til að mæta á Þórsvöll í kvöld og styðja stelpurnar áfram, það býr mikið í liðinu og þær eiga svo sannarlega heima í toppbaráttunni. Sigur þarf að nást í kvöld til að koma liðinu aftur á skrið eftir rýra uppskeru í síðustu leikjum. Áfram Þór/KA!