Kvennalið Þórs/KA náði jafntefli gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks á útivell í gær en lokatölur voru 1-1. Liðið er komið með 4 stig eftir fyrstu þrjár umferðir deildarinnar.
Breiðablik 1 - 1 Þór/KA
1-0 Svava Rós Guðmundsdóttir ('22)
1-1 Anna Rakel Pétursdóttir ('35)
Breiðablik hóf leikinn betur á meðan okkar lágu aðeins til baka. Svava Rós Guðmundsdóttir kom Blikum svo yfir á 22. mínútu þegar hún fékk boltann frá Fanndísi, hún átti skot sem var varið en boltinn barst aftur til Svövu sem kláraði í seinni tilrauninni.
Áfram héldu Blikar að pressa en Þór/KA komst betur og betur í takt við leikinn sem skilaði góðu marki á 35. mínútu þegar markvörður Breiðabliks missti af boltanum, okkar stelpur voru fljótar að átta sig og komu knettinum á Önnu Rakel sem kláraði af stakri snilld og jafnaði metin í 1-1.
Bæði lið fengu ágætisfæri í síðari hálfleik en fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli því niðurstaðan. Bæði lið vörðust vel og verður að viðurkennast að lið Þór/KA á hrós skilið fyrir endurkomuna í síðustu tveimur leikjum eftir skell í fyrstu umferð.
Í okkar liði stóð fyrirliðinn Karen Nóadóttir uppúr en hún batt varnarleikinn saman sem var mjög góður hjá liðinu í heild sinni. Þá var Anna Rakel einnig mjög góð og skoraði auðvitað markið mikilvæga.