Kvennalið Þórs/KA mætir í Hafnarfjörðinn á morgun, þriðjudag, og mætir þar liði FH á Kaplakrikavelli. Leikurinn er liður í 9. umferð deildarinnar og hefst klukkan 18:00.
Stelpurnar hafa byrjað mótið stórkostlega og eru á toppnum með 24 stig sem er einmitt fullt hús! Leikurinn á morgun er lokaleikurinn í fyrri umferð mótsins þannig að það er enn nóg eftir af mótinu. FH liðið er öflugt og situr í 6. sæti deildarinnar en FH tapaði naumlega gegn sterkum liðum Breiðabliks og Stjörnunnar.
Þór/KA vann frábæran 5-0 sigur á Grindavík í síðustu umferð þar sem Sandra María Jessen skoraði þrennu og lagði upp eitt mark. Sandra var valin leikmaður umferðarinnar og er greinilega komin í hörkuform. Á fimmtudaginn verður lokahópur landsliðsins valinn fyrir EM og verður mjög áhugavert að sjá hvort toppliðið okkar muni eiga fulltrúa í þeim hóp.
En það er virkilega gaman að segja frá því að leikurinn á morgun verður sýndur beint á Stöð 2 Sport þannig að þið sem komist ekki í Hafnarfjörðinn getið fylgst vel með gangi mála. Áfram Þór/KA!
FÉLAG | L | U | J | T | MÖRK | NET | STIG | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Þór/KA | 8 | 8 | 0 | 0 | 21 - 3 | 18 | 24 |
2 | Breiðablik | 8 | 6 | 0 | 2 | 16 - 4 | 12 | 18 |
3 | Stjarnan | 8 | 5 | 1 | 2 | 19 - 9 | 10 | 16 |
4 | ÍBV | 8 | 5 | 1 | 2 | 15 - 8 | 7 | 16 |
5 | Valur | 8 | 5 | 0 | 3 | 20 - 9 | 11 | 15 |
6 | FH | 8 | 4 | 0 | 4 | 11 - 11 | 0 | 12 |
7 | KR | 8 | 2 | 0 | 6 | 6 - 15 | -9 | 6 |
8 | Grindavík | 8 | 2 | 0 | 6 | 6 - 23 | -17 | 6 |
9 | Fylkir | 8 | 1 | 1 | 6 | 4 - 19 | -15 | 4 |
10 | Haukar | 8 | 0 | 1 | 7 | 5 - 22 | -17 | 1 |