Á morgun, laugardag, klukkan 16:00 mætir topplið Þórs/KA í Kópavoginn þar sem liðið mætir Bikarmeisturum Breiðabliks í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Það má búast við svakalegum leik eins og alltaf þegar þessi lið mætast.
Þór/KA er eins og fyrr segir á toppi Pepsi deildarinnar en Breiðablik situr í 3. sæti deildarinnar. Þór/KA vann góðan 1-0 sigur á Breiðablik í annarri umferð deildarinnar á dögunum en eins og allir þekkja þá er Bikarkeppnin allt önnur keppni og það eina sem skiptir máli er dagsformið hverju sinni.
Þetta er vafalaust stærsti leikurinn í þessari umferð en hinir sjö leikirnir fóru fram í kvöld. Við hvetjum alla sem geta til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs, þær eiga það svo sannarlega skilið, áfram Þór/KA!