Kvennalið Þórs/KA tekur á morgun (þriðjudag) á móti KR í 13. umferð Pepsi deildar kvenna á Þórsvelli klukkan 18:00. Stelpurnar hafa verið í miklu stuði í undanförnum leikjum og eru komnar í 3. sæti deildarinnar. Hlé hefur verið á deildinni í töluverðan tíma og vonum við að stelpurnar nái að halda sama dampi á morgun og hefur verið í leik liðsins að undanförnu.
Lið KR situr í 8. sæti deildarinnar en hefur þó náð að stríða stóru liðunum í sumar og ljóst að okkar lið þarf að mæta klárt til leiks til að sækja stigin þrjú sem í boði eru. Fyrri leik liðanna lauk með 2-4 sigri okkar liðs og má sjá mörkin úr þeim leik hér: