Þór/KA - KR á laugardaginn

Á laugardaginn mætast Þór/KA og KR í Pepsideildinni á Þórsvelli kl. 13:00.

Það má reikna með góðri stemningu bæði fyrir og eftir leik. En fyrir leikinn verða grillaðar pylsur og okkar stúlkur stefna á góða frammistöðu á vellinum.

Eftir slæmt tap í fyrsta leik gegn Stjörnunni hefur liðið náð sér vel á strik. Glæsilegur  4-0 sigur í fyrsta heimaleik gegn ÍA var staðreynd þar sem Sandra María skoraði þrennu. Á miðvikudaginn þá gerði liðið jafntefli gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í Kópavogi þar sem Anna Rakel skoraði mark Þór/KA en hún hefur byrjað mótið vel.

Liðið er því með fjögur stig eftir þrjá leiki um miðja deild en með sigri á laugardaginn setur liðið pressu á efstu lið.