Kvennalið Þórs/KA tekur á móti ÍA í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins á morgun föstudaginn 5. júní klukkan 19:15 en leikurinn fer fram í Boganum.
Stelpurnar hafa verið á góðu skriði undanfarið og eru á toppi Pepsi deildarinnar ásamt Breiðablik með 10 stig eftir fjóra leiki og eru ósigraðar. ÍA er hinsvegar í A-riðli 1. deildar og hefur þar leikið einn leik sem þær unnu og síðan lögðu þær Fjölni að velli í Bikarnum.
Lið ÍA er vissulega deild neðar en það skiptir engu máli þegar komið er í Bikarinn. Þá er hver leikur úrslitaleikur og dagsformið sem gildir, okkar lið þarf því að mæta vel stemmt til leiks og við hvetjum alla til að kíkja í Bogann og hvetja stelpurnar áfram í Bikarnum, við ætlum okkur í 8-liða úrslitin!