Síðasta laugardag þá vann Þór/KA góðan 2-0 sigur á Selfoss. Þær leika aftur í Lengjubikarnum kl. 15:00 á fimmtudaginn í Boganum gegn Íslandsmeistaraliði Breiðabliks sem eru efstar í riðlinum með þrjá sigra í þremur leikjum.
Okkar stúlkur áttu flottan leik gegn Selfoss og hefði sigurinn hæglega getað orðið stærri. Mörk Þór/KA skoruðu Andrea Mist Pálsdóttir og Katla Ósk Rakelardóttir.
Meðalaldurinn í byrjunarliðinu var einungis 18,5 ára og þar af voru sjö stelpur á 2. fl aldri. Einnig komu þrjár efnilegir leikmenn inná í sínum fyrsta mótsleik fyrir meistaraflokk. Það voru þær Berglind Baldursdóttir (2000), Hulda Björg Hannesdóttir (2000) og Æsa Skúladóttir (1999).
Skýrsla af leiknum á heimasíðu KSÍ.