Kvennalið Þórs/KA í knattspyrnu fær Hauka í heimsókn í Pepsi deildinni í dag. Um er að ræða fyrsta heimaleik liðsins sem fer fram á Þórsvelli en hann hefst klukkan 18:00.
Stelpurnar hafa farið frábærlega af stað og eru með fullt hús að loknum þremur leikjum og hafa lagt sterk lið að velli nú þegar. Það er ljóst að liðið ætlar sér að halda þessu góða gengi áfram og halda toppsætinu.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs, spilamennskan hefur verið frábær og þá hefur myndast skemmtileg stemning á heimaleikjum liðsins í upphafi sumars, áfram Þór/KA!
Félag | L | U | J | T | Mörk | Net | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Þór/KA | 3 | 3 | 0 | 0 | 6 - 1 | 5 | 9 |
2 | Stjarnan | 3 | 2 | 1 | 0 | 8 - 2 | 6 | 7 |
3 | FH | 3 | 2 | 0 | 1 | 5 - 1 | 4 | 6 |
4 | Breiðablik | 3 | 2 | 0 | 1 | 4 - 1 | 3 | 6 |
5 | Grindavík | 3 | 2 | 0 | 1 | 3 - 2 | 1 | 6 |
6 | ÍBV | 3 | 1 | 1 | 1 | 2 - 5 | -3 | 4 |
7 | Valur | 3 | 1 | 0 | 2 | 4 - 4 | 0 | 3 |
8 | Fylkir | 3 | 1 | 0 | 2 | 2 - 6 | -4 | 3 |
9 | KR | 3 | 0 | 0 | 3 | 0 - 4 | -4 | 0 |
10 | Haukar | 3 | 0 | 0 | 3 | 2 - 10 | -8 | 0 |