Kvennalið Þórs/KA fær Grindvíkinga í heimsókn á Þórsvöll á morgun, föstudag, klukkan 18:00. Stelpurnar eru á toppnum og það með fullt hús stiga eftir fyrstu 7 umferðirnar í deildinni. Liðið hefur nú þegar lagt stórlið að velli eins og Stjörnuna, Breiðablik og Val.
Mótherjarnir í Grindavík byrjuðu sterkt en þær náðu í 6 stig í fyrstu þremur leikjum sínum með sigrum gegn Haukum og KR. Hinsvegar hefur liðið ekki fengið stig síðan þá og er ljóst að liðið er hungrað í að koma sér aftur í gang. Það má reikna með erfiðum leik á morgun en okkar lið er staðráðið í að halda áfram þessu góða gengi.
Í sömu umferð mætast Stjarnan og Breiðablik sem eru einmitt liðin sem eru í öðru og þriðja sæti. Sigur á morgun gæti því aukið enn á forskotið á toppnum. Við hvetjum alla til að mæta á Þórsvöll og styðja stelpurnar til sigurs, áfram Þór/KA!
FÉLAG | L | U | J | T | MÖRK | NET | STIG | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Þór/KA | 7 | 7 | 0 | 0 | 16 - 3 | 13 | 21 |
2 | Stjarnan | 7 | 5 | 1 | 1 | 19 - 8 | 11 | 16 |
3 | Breiðablik | 7 | 5 | 0 | 2 | 15 - 4 | 11 | 15 |
4 | ÍBV | 7 | 4 | 1 | 2 | 10 - 8 | 2 | 13 |
5 | Valur | 7 | 4 | 0 | 3 | 16 - 9 | 7 | 12 |
6 | FH | 7 | 4 | 0 | 3 | 11 - 7 | 4 | 12 |
7 | Grindavík | 7 | 2 | 0 | 5 | 6 - 18 | -12 | 6 |
8 | Fylkir | 7 | 1 | 1 | 5 | 4 - 14 | -10 | 4 |
9 | KR | 7 | 1 | 0 | 6 | 4 - 15 | -11 | 3 |
10 | Haukar | 7 | 0 | 1 | 6 | 5 - 20 | -15 | 1 |