Kvennalið Þórs/KA fór áfram í 8-liða úrslit Borgunarbikarsins eftir 4-0 sigur á 1. deildarliði ÍA. Þó að lokatölurnar gefi upp stórsigur þá tók dágóðan tíma að brjóta Skagaliðið á bak aftur.
Þór/KA 4 - 0 ÍA
1-0 Sandra María Jessen ('52)
2-0 Andrea Mist Pálsdóttir ('68)
3-0 Sandra María Jessen ('74)
4-0 Kayla June Grimsley ('88)
Okkar lið var sterkari aðilinn í leiknum en þrátt fyrir það var fyrri hálfleikurinn markalaus. Það var hinsvegar Sandra María Jessen sem kom liðinu á sporið með marki í upphafi síðari hálfleiks og eftir það var ekki aftur litið. Sandra verið sjóðandi heit undanfarið og verið að raða inn mörkunum.
Um kortéri síðar tvöfaldaði Andrea Mist Pálsdóttir forystuna áður en Sandra María gerði sitt annað mark. Kayla Grimsley skoraði svo síðasta mark leiksins undir lokin og fullkomnaði stórsigur Þórs/KA
4-0 sigur staðreynd og áframhaldandi vera í bikarkeppninni, flottur sigur staðreynd og gott að sjá stelpurnar sækja öruggan sigur sem krafðist mikillar þolinmæði. Sæti í 8-liða úrslitum staðreynd og vonandi ná stelpurnar að komast lengra í Borgunarbikarnum, áfram Þór/KA!