Þegar KA varð Íslandsmeistari 1989

KA menn hlaupa sigurhring með Íslandsbikarinn
KA menn hlaupa sigurhring með Íslandsbikarinn

KA varð Íslandsmeistari í knattspyrnu í fyrsta skipti í sögu félagsins árið 1989. FH var með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina en tapaði fyrir botnliði Fylkis 1-2 á sama tíma og KA sótti 0-2 sigur til Keflavíkur. KA endaði því á toppnum og varð Íslandsmeistari en liðið var með flest stig í deildinni sem og bestu markatöluna og var því sanngjarn sigurvegari Íslandsmótsins.

Örn Viðar Arnarson skoraði fyrra mark KA á 13. mínútu áður en Jón Ríkharð Kristjánsson innsiglaði sigurinn með marki á 87. mínútu.

Lið KA þurfti að bíða eftir bikarnum en hann þurfti að keyra frá Hafnarfirði til Keflavíkur en gleðin var mikil þegar bikarinn fór loks á loft.

Erlingur Kristjánsson (fyrirliði), Þorvaldur Örlygsson, Stefán Gunnlaugsson (formaður knattspyrnudeildar) og Guðjón Þórðarson (þjálfari) voru svo teknir í viðtal eftir að titilinn var í höfn.

Íslandsmeistaralið KA 1989
Íslandsmeistarar KA 1989. Fremri röð frá vinstri: Árni Þór Freysteinsson, Gauti Laxdal, Jónas Þór Guðmundson, Erlingur Kristjánsson, Haukur Bragason, Ægir Dagsson, Stefán S. Ólafsson og Þorvaldur Örlygsson. Aftari röð frá vinstri: Guðjón Þórðarson þjálfari, Árni Hermannsson, Halldór Halldórsson, Bjarni Jónsson, Steingrímur Birgisson, Halldór Kristinsson, Jón Kristjánsson, Örn Viðar Arnarson, Anthony Karl Gregory, Jón Grétar Jónsson, Ómar Torfason sjúkraþjálfari og Stefán Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar. Á myndina vantar þá Ormarr Örlygsson og Arnar Bjarnason.