Tap gegn Blikum

Fyrirliðinn Arna Sif átti fínan leik með Þór/KA.
Fyrirliðinn Arna Sif átti fínan leik með Þór/KA.

Þór/KA 0-3 Breiðablik
0-1 Telma Hjaltalín Þrastardóttir
0-2 Jóna Kristín Hauksdóttir
0-3 Telma Hjaltalín Þrastardóttir

Byrjunarlið Þór/KA: Helena (m), Helena Rós, Lára Einars, Arna Sif (f), Sylvía Rán, Lillý Rut, Heiða Ragney, Katrín Ásbjörns, Sandra María, Katla Ósk og Hafrún Olgeirs.
Bekkur: Harpa Jóhanns (m), Andrea Mist, Amanda Mist, Sigrún Ösp, Ragnhildur Inga, Laufey Elísa og Arna Benný.

Þór/KA voru þrisvar sinnum nálægt því að komast yfir í fyrri hálfleik en tvisvar sinnum endaði boltinn í þverslánni og þá átti Sandra María að gera betur þegar hún slapp alein inn fyrir vörn Blika. Blikarnir mættu öflugir til leiks í seinni hálfleik og uppskáru þrjú mörk. Þegar upp er staðið sanngjarn Blikasigur en leikurinn hefði vel getað þróast öðruvísi ef Þór/KA hefði komist yfir í fyrri hálfleik. Næsti leikur liðsins í Lengjubikarnum er sunnudaginn 16. mars þegar liðið mætir Stjörnunni í Akraneshöllinni.