KA tekur á móti Stjörnunni á Akureyrarvelli mánudaginn 14. ágúst klukkan 18:00. Baráttan í deildinni er gríðarleg og er stutt í baráttuna um Evrópusæti sem og í botnbaráttuna, það er því heilmikið undir í leiknum.
Það verður extra húllumhæ fyrir stórleikinn á mánudaginn og hvetjum við alla til að mæta og taka þátt í gleðinni með okkur.
- Fríar pylsur og drykkir meðan byrgðir endast
- Flottir happadrættisvinningar dregnir úr seldum aðgöngumiðum
- Frítt fyrir 16 ára og yngri
- Leikmenn kasta KA-varningi upp í stúku fyrir leik
Tilvalið að koma með alla fjölskylduna í pylsur, enda leikurinn á kvöldmatartíma. Mæta í gulu, ef hægt er.
Leikurinn er gríðarlega mikilvægur. Það eru forréttindi að eiga lið í efstu deild, og nú skulum við styðja við það.
Mætum tímanlega, hress og kát. Áfram KA!