Það er sannkallaður stórleikur á morgun, laugardag, þegar KR-ingar koma í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 17:00 á Akureyrarvelli og þurfum við svo sannarlega á sem flestum að halda í stúkunni!
Hér má sjá glæsilegt mark í leik liðanna árið 2003 sem Örn Kató Hauksson skoraði.
Strákarnir ætla sér aftur á sigurbrautina og munu leggja allt í sölurnar, sjáumst á Akureyrarvelli og áfram KA!