Annað Stefnumót vetrarins fer fram í Boganum í dag og leika þar listir sínar strákar og stelpur í 6. flokki. Fyrsta Stefnumót vetrarins fór fram um síðustu helgi er 7. flokkur spreytti sig og tókst það afar vel og stefnum við á að halda áfram þar sem frá var horfið.
Vegna Covid eru engir áhorfendur leyfðir en KA-TV mun þess í stað sýna beint frá tveimur völlum á mótinu og ættu því allir að séð eitthvað af sínu liði.
Að sjálfsögðu verður passað vel upp á allar sóttvarnir en keppnissvæðinu er skipt upp í tvennt og til að takmarka fjölda í Boganum hverju sinni er leikið í fjórum hópum. Boginn er rýmdur er hver hópur klárar sína leiki og því ekkert samneyti á milli hópanna.