Stefán Þór Pálsson á láni til KA (Staðfest)

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Stefán Þór Pálsson hefur gengið til liðs við KA frá Breiðablik á láni.

Stefán sem er fæddur árið 1995 er sóknarmaður og var á láni hjá Grindvíkingum síðasta sumar og skoraði 10 mörk í 21 leik.

Stefán er í U19 ára landsliði Íslands ásamt Fannari og Ævari og á hann að baki fjórtán U19 landsleiki og skorað í þeim leikjum eitt mark. Einnig á hann 15 leiki með U17 ára landsliði Íslands þar sem hann skoraði tvö mörk.

Stefán er uppalinn ÍR-ingur en gekk í raðir Breiðabliks eftir sumarið 2011.