Mánudaginn 13. janúar fór fram fyrsta æfing 8. flokks kvenna (árg. 2008-2009) í knattspyrnu hjá KA. Fram að þessu þá hafa stelpur og strákar verið saman í 8. flokk en í ljósi þess að það hefur gefist vel hjá þeim félögum að hafa sér flokk fyrir stelpur var ákveðið að bjóða upp á æfingar fyrir eingöngu fyrir stelpur á þessum aldri hjá KA. Þjálfarar flokksins í vetur verða Alli og Rakel.
Miðað við fyrstu æfinguna þá stefnir í að þetta verði flottur hópur með duglegum og skemmtilegum stelpum en 10 stelpur mættu á fyrstu æfinguna. Að sjálfsögðu eru allar stelpur á þessum aldri velkomnar að bætast í hópinn en æfingar fara fram á mánudögum kl. 16:15-17:00 í gamla judosalnum í KA-heimilnu. Nánari upplýsingar um flokkinn er á heimasíðu flokksins http://fotbolti.ka-sport.is/8-fl-kvenna.
Frítt er að æfa út veturinn í 8. flokk kvenna.
Myndir af fyrstu æfingunni:
8. flokkur stelpna - fyrsta æfing