KA vann BÍ/Bolungarvík á Ísafirði 3-1 í dag í fjörlegum leik. Fyrirliðinn Atli Sveinn kom KA yfir eftir 37 mínútur með skalla eftir hornspyrnu frá Hallgrími. Skömmu seinna jöfnuðu heimamenn og staðan í hálfleik því 1-1.
Í þeim síðari kom Jóhann Helgason KA yfir úr aukaspyrnu á 64 mínútu. Örfáum mínútum seinna fékk Arsenij tvö gul spjöld og þar með rautt og lék KA því manni færri síðasta stundarfjórðung leiksins. Hallgrímur Mar innsiglaði síðan sigurinn með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.
BÍ/Bolungarvík 1 - 3 KA
0-1 Atli Sveinn Þórarinsson ('37) Stoðsending: Grímsi
1-1 Björgvin Stefánsson ('41)
1-2 Jóhann Helgason ('62) Stoðsending: Ævar
1-2 Rautt spjald: Arsenij Buinickij ('65)
1-3 Hallgrímur Mar Steingrímsson (Víti) ('92) Stoðsending: Ævar
Næsti leikur liðsins er eftir viku. Þá kemur Knattspyrnufélag Vesturbæjar í heimsókn á Akureyrarvöllinn. Nánar tiltekið laugardaginn 21. júní kl. 14.00.
Áfram KA!