KA 1 vann KF 3-0 og KA 2 vann Dalvík/Reyni 4-1 um helgina í Kjarnafæðismótinu. Um næstu helgi spilar KA 1 úrslitaleik gegn Þór 1 og KA 2 spilar um 3. sæti gegn Leikni F.
Gunnar Örvar skoraði tvö mörk og Orri Gústafs skoraði eitt mark fyrir KA 1. Hjá KA 2 sáu Aci og Sveinn Helgi um markaskorunina en þeir skoruðu báðir tvö mörk.
Á Norðursport er hægt að sjá umfjallanir um leikina. Þeir völdu Bjarna Mark mann leiksins hjá KA 1 og Svein Helga hjá KA 2.
KA 1 - KF 3-0 umfjöllun á Norðursport.
KA 2 - Dalvík/Reynir 4-1 umfjöllun á Norðursport.
A-riðill
KA 1 (15-1) 9 stig
Leiknir F. (9-7) 6 stig
Þór 2 (4-11) 3 stig
KF (0-9) 0 stig
B-riðill
Þór 1 (14-0) 9 stig
KA 2 (7-6) 6 stig
Völsungur (7-8) 3 stig
Dalvík/Reynir (3-17) 0 stig