Sigrar hjá báðum liðum

Gunnar Örvar skoraði tvö og lagði upp eitt.
Gunnar Örvar skoraði tvö og lagði upp eitt.

Bæði KA liðin sigruðu andstæðinga sína í Kjarnafæðismótinu á laugardaginn. Fótbolti.net skrifaði fína umfjöllun á mörkum leikjanna sem hægt er að lesa hér.

KA1 5-1 Leiknir F. 
1-0 Hrannar Björn á 15. mín
2-0 Davíð Rúnar á 25. mín
3-0 Orri Gústafs á 36. mín
4-0 Hrannar Björn á  57. mín
4-1 Bjarni Guðmunds (víti)
5-1 Hallgrímur Mar á 89. mín

Byrjunarlið 
mark: Fannar Hafsteins
vörn: Baldvin Ólafs, Atli Sveinn (F), Gauti Gauta og Jón Heiðar
miðja: Davíð Rúnar, Bjarki Baldvins og Hrannar Björn
sókn: Ævar Ingi, Orri Gústafs og Hallgrímur Mar
varamenn: Aron Ingi (m), Aci, Fannar Freyr og Gunnar Orri. 

Það sem stóð upp úr í leiknum

  • Flott sókn í fyrri hálfleik þar sem leikmenn spiluðu einna snertingar fótbolta sem andaði með að Hallgrímur vippaði inn fyrir vörn Leiknismanna þar sem var spilað á Orra sem skaut framhjá. 
  • Hrannar Björn skoraði tvö mörk í sínum fyrsta mótsleik fyrir KA.
  • Glæsileg aukaspyrna Hallgríms Mars sem Egill Sigfússon í marki Leiknis réð ekkert við á 89. mín
  • Góð frammistaða Baldvin Ólafs í hægri bakverðinum sem var duglegur að taka þátt í sóknarleiknum sem skilaði sér í tveimur stoðsendingum.

KA2 3-1 Völsungur
1-0 Jakob Atli á 11. mín
1-1 Bergur á 61. mín
2-1 Gunnar Örvar á 65. mín
3-1 Gunnar Örvar á 80. mín

Byrjunarlið
mark: Steinþór Már
vörn: Bjarki Þór, Baldvin Ingimar, Árni Björn og Jakob Atli
miðja: Bjarni Mark, Jakob Hafsteins (F) og Úlfar Vals.
sókn: Ívar Sigurbjörns, Gunnar Örvar og Sveinn Helgi
varamenn: Anton Helgi (m), Viktor Daði, Aron Ingi, Ólafur Aron og Sindri Ólafs.

Það sem stóð upp úr í leiknum

  • Góð sókn þegar að vinstri bakvörðurinn Jakob Atli skoraði eftir sendingu frá Gunnari Örvari í fyrri hálfleik.
  • Flugskalli Gunnars Örvars eftir hornspyrnu þegar hann skallaði boltann í hálfs meters hæð í fjær hornið.
  • Heilt yfir flott frammistaða hjá þessu efnilega liði en allir leikmenn liðsins eru í 2. flokk nema Steinþór Már, Jakob Hafsteins og Gunnar Örvar.