Síðasti heimaleikur KA í sumar

KA tekur á móti Grindavík á morgun, sunnudag í síðasta heimaleik sumarsins. Liðin eru jöfn að stigum fyrir leikinn en KA er ofar á hagstæðari markatölu. Við hvetjum alla til að fjölmenna á völlinn og styðja strákana í baráttunni.

Á leiknum verður dregið og tilkynnt um vinningshafa í ársmiðaleiknum auk þess sem dregið verður í lukkuleiknum hjá krökkunum þannig að það er margskonar spenna í loftinu.

Þá heiðrum við Íslandsmeistaralið KA í 4. flokki kvenna svo og bikarmeistara KA í 3. flokki karla og 3. flokki kvenna.

Leikur KA og Grindavíkur hefst klukkan 14:00 á Greifavellinum.