Það fara sex drengir frá KA á úrtaksæfingar hjá leikmönnum fæddum 1997-1999.
Bjarki Þór Viðarsson og Ólafur Hrafn Kjartansson fara á æfingar hjá 1997 hópnum. Næsta verkefni hjá 1997 er milliriðil EM U17 í lok mánaðarins.
Hjörvar Sigurgeirsson fer á æfingar hjá 1998 hópnum. Næsta verkefni hjá 1998 er æfingamót í apríl gegn Færeyjum, N-Írlandi og Wales.
Aron Dagur Birnuson, Áki Sölvason og Daníel Hafsteinsson fara á æfingar hjá 1999 hópnum. Næsta verkefni hjá 1999 er Ólympíuleikar æskunnar sem fer fram í Kína í haust.
Flottir drengir sem eiga framtíðina fyrir sér!