Þau Sandra María Jessen og Stefán Guðnason mættu í Árnastofu og ræddu þar við Siguróla Magna Sigurðsson um leik KA og Hugins sem fer fram á laugardaginn 21. maí á KA-velli. Eins og búast mátti við var spjallið í léttari kantinum en endilega kíkið á myndbandið góða og við sjáumst svo á leik KA og Hugins á morgun klukkan 14:00.