Selfoss tekur á móti KA í dag

Strákarnir eru klárir í að sækja 3 stig í dag
Strákarnir eru klárir í að sækja 3 stig í dag

KA liðið fer suður í dag og mætir Selfyssingum á þeirra heimavelli en leikurinn er liður í 16. umferð 1. deildar. KA á ennþá möguleika á að koma sér í baráttuna um sæti í Pepsi deildinni en svo að þeir möguleikar haldist enn þurfa okkar menn að sigra spræka Selfyssinga. Leikurinn hefst klukkan 18:30 og hvetjum við að sjálfsögðu alla KA-menn til að mæta og hvetja okkar lið til mikilvægs sigurs.

Þetta verður fyrsti leikur KA undir stjórn Tufa sem aðalþjálfara en eins og flestir vita komust KA og Bjarni Jóhannsson að samkomulagi um starfslok Bjarna fyrr í vikunni.

Liðin mættust fyrr í sumar á KA-vellinum þar sem liðin urðu að sættast við 2-2 jafntefli en dæmd voru tvö mörk af KA liðinu í leiknum og voru margir sársvekktir þegar flautað var til leiksloka. Hægt er að sjá þau mörk sem fengu að standa í spilaranum hér að neðan, áfram KA!