Sandra María Jessen leikmaður kvennaliðs Þórs/KA hefur verið valin í íslenska landsliðshópinn sem Freyr Alexandersson hefur valið fyrir fyrsta leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu 2017.
Þetta er í fyrsta skipti sem Sandra María er valin í landsliðshópinn undir stjórn Freys en hún á sjö landsleiki undir stjórn Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar sem stjórnaði liðinu á undan Frey. Sandra skoraði eftirminnilega með sinni fyrstu snertingu í sínum fyrsta landsleik á sínum tíma.
Einnig í hópnum er Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrrum fyrirliði Þórs/KA en hún leikur í dag í Svíþjóð með liði Gautaborgar.
Fyrsti leikurinn í undankeppni EM er gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli 22. september. Lokakeppnin fer fram í Hollandi sumarið 2017. Fyrir leikinn við Hvít-Rússa fer fram vináttulandsleikur við Slóvakíu 17. september.
Við óskum Söndru Maríu til hamingju með valið og óskum henni og liðinu góðs gengis