Sandra María valin í A-landsliðið

Sandra María hefur unnið sig aftur í landsliðið
Sandra María hefur unnið sig aftur í landsliðið

Sandra María Jessen leikmaður kvennaliðs Þórs/​KA hefur verið valin í ís­lenska landsliðshópinn sem Freyr Al­ex­and­ers­son hef­ur valið fyr­ir fyrsta leik liðsins í undan­keppni Evr­ópu­móts­ins í knatt­spyrnu 2017.

Þetta er í fyrsta skipti sem Sandra María er valin í landsliðshópinn undir stjórn Freys en hún á sjö landsleiki undir stjórn Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar sem stjórnaði liðinu á undan Frey. Sandra skoraði eftirminnilega með sinni fyrstu snertingu í sínum fyrsta landsleik á sínum tíma.

Einnig í hópnum er Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrrum fyrirliði Þórs/KA en hún leikur í dag í Svíþjóð með liði Gautaborgar.

Fyrsti leik­ur­inn í undan­keppni EM er gegn Hvíta-Rússlandi á Laug­ar­dals­velli 22. sept­em­ber. Loka­keppn­in fer fram í Hollandi sum­arið 2017. Fyr­ir leik­inn við Hvít-Rússa fer fram vináttu­lands­leik­ur við Slóvakíu 17. sept­em­ber.

Við óskum Söndru Maríu til hamingju með valið og óskum henni og liðinu góðs gengis