Sandra María Jessen skoraði fyrsta mark Íslands í 4-1 sigri á Slóvakíu á Laugardalsvelli. Ásamt Söndru Maríu spiluðu Akureyringarnir Arna Sif Ásgrímsdóttir og Rakel Hönnudóttir. Þær eru allar uppaldar hjá Þór og voru ungar að árum þegar þær voru orðnar lykilmenn í Þór/KA.
Gaman er að segja frá því að Sandra María þjálfar núna stelpurnar í 4., 5. og 7. flokki félagsins. Ásamt því að vera flott fyrirmynd er hún mjög vel liðin af stelpunum og gefur því starfinu mjög mikið.
Þetta var vináttulandsleikur fyrir undankeppni EM 2017 sem hefst næsta þriðjudag með leik við Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli.
Umfjöllun um leikinn má lesa á Fótbolti.net.