Sandra María í Kína

Sandra María kom við sögu í tveimur af þremur leikjum A-landsliðs Íslands í knattspyrnu þegar það spilaði á æfingamóti í Kína.

Í fyrsta leik liðsins gerði liðið 2-2 jafntefli gegn heimakonum í Kína þar sem Sandra María spilaði síðasta korterið í leiknum.

Sandra María kom inná í hálfleik gegn Dönum í stöðunni 1-0 fyrir Dani sem urðu lokatölur leiksins. Ísland hafði svo betur í síðasta leik riðilsins gegn Úsbekistan 1-0 en þar var okkar kona ónotaður varamaður.

Þetta mót var hluti af undirbúning liðsins fyrir úrslitakeppni Evrópumótins sem fram fer í Hollandi næsta sumar. Freyr Alexandersson þjálfari liðsins var ánægður með ferðina en í henni fékk hann t.d. gott tækifæri til að prófa nýtt leikkerfi.