Saga Líf Sigurðardóttir verður í U17 ára landsliðshóp Íslands sem mætir Skotum í tveimur vináttulandsleikjum 2. og 4. febrúar í Egilshöll.
Saga Líf gekk upp úr 3. fl KA í haust en æfir núna og spilar með mfl. og 2. fl Þór/KA. Hún er klókur leikmaður sem spilar venjulega á miðjunni eða í vinstri bakverði. Saga Líf á að baki 11 landsleiki með U17 ára liðinu.