Saga Líf Sigurðardóttir spilaði allan leikinn í 3-0 sigri á Skotlandi með U17 ára liði Íslands í knattspyrnu. Leikurinn var vináttulandsleikur sem fór fram í Egilshöll. Liðin mætast aftur á fimmtudaginn kl 13:00 og er leikurinn sýndur á SportTV.is.
Saga Líf stóð sig mjög vel í leiknum en framan af spilaði hún í vinstri bakverðinum en var færð yfir í hægri bakvörð síðustu 20 mínútur. Til gamans má geta að Saga Líf bar fyrirliðabandið síðustu 10 mínútur leiksins.