Saga Líf sigraði Skota aftur

Saga Líf Sigurðardóttir var aftur í byrjunarliði Íslands þegar U17 sigraði Skotland í annað sinn í vináttulandsleikjum.

Að þessu sinni sigraði íslenska liðið 4-2 þar sem Saga Líf spilaði fyrri hálfleik í hægri bakverði. Staðan í hálfleik var 2-0. Glæsilegur árangur hjá stelpunum að sigra Skotland tvisvar sinnum og verður gaman að fylgjast með þeim í milliriðli EM í mars þar sem þær mæta Englandi, Serbíu og Belgíu.