Saga Líf Sigurðardóttir spilaði fyrstu 51. mín gegn Serbíu með U17 ára liði Íslands í milliriðli EM. Stelpurnar náðu því miður ekki sínum besta leik og töpuðu 5-1.
Áður höfðu stelpurnar unnið Belgíu og tapað fyrir Englandi þar sem Saga Líf kom ekki við sögu. Önnur úrslit í riðlinum þýddi að stelpurnar enduðu í 3. sæti riðilsins.
Þetta var fjórtándi landsleikur Sögu Líf með U17 ára liði Íslands á tveimur árum. Framundan hjá henni eru Lengjubikarsleikir með Þór/KA gegn ÍBV, Fylki og Stjörnunni.