Laugardaginn 24. Ágúst leikur Þór/KA til úrslita í Borgunarbikarnum gegn Breiðabliki og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli. Í tengslum við þennan leik verður boðið upp á sætaferðir á leikinn á frábæru verði eða aðeins 5000 krónur. Hægt er að skrá sig í síma 461-2080 og eða senda tölvupóst á pallig[at]thorsport.is ganga þarf frá greiðslu fyrir 22. ágúst. Farið verður frá Hamri klukkan 09:00 og áætluð brottför frá Reykjavík klukkan 19:30.
Þá munu stuðningsmenn Þórs/KA hittast á Ölveri klukkan 14:00 og hita rækilega upp fyrir leikinn. Gengið verður frá Ölveri á völlinn um klukkan 15:15. Á Ölveri verða ýmis tilboð á mat og drykk. Fólk er hvatt til þess að fjölmenna á Ölver og taka þátt enda ekki á hverju ári sem lið frá Akureyri er í bikarúrslitum.
Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá KSÍ verður miðaverð á leikinn 1000 krónur en frítt fyrir 16 ára og yngri.