Rútuferðir á Ólafsvík frá Ak & Rvk

Úr fyrri leik liðanna í sumar (Mynd: Sævar Geir)
Úr fyrri leik liðanna í sumar (Mynd: Sævar Geir)

N.k. laugardag eiga okkar menn leik við Víking frá Ólafsvík. Ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi þessa leiks, en eftir sigur okkar manna og tap Þróttara síðustu helgi sitjum við í 2. sæti deildarinnar á markamun.

Við stuðningsmennirnir ætlum ekki að láta okkar eftir liggja og fjölmennum í hópferð á Ólafsvík, en farið verður af stað klukkan 8 frá KA heimilinu, mæting 7:45 og frá Skeifunni klukkan 10:15, mæting 10:00

Áætlaður kostnaður við ferðina er 4.000 krónur og greiðist við brottför.

Verða aðilar á okkar vegum að taka á móti peningum og skrá niður mætingu á staðnum.

Hægt er að skrá sig í ferðina hjá Ragga og Siguróla með að senda póst eða hringja í þá.
Ragnar: ragnar@ka.is - 865-1712
Siguróli: siguroli@ka.is - 692-6646

 
Fjölmennum nú saman á Ólafsvík, eigum skemmtilegan dag sama og fögnum þremur stigum eins og okkur einum er lagið!

ÁFRAM KA !!!