RISA-leikur á laugardaginn!

Á morgun, laugardag, mætir KA liði Selfoss á Akureyrarvelli kl. 16:00 og er Pepsi-deildarsæti í boði fyrir KA menn ef þeir vinna!


Heimasíðan ræddi við Óskar Bragason aðstoðarþjálfara KA fyrir leikinn

KA hefur verið 12 ár í röð í 1. deildinni og því mikið í húfi. KA-menn hafa leikið vel í sumar og unnu HK í síðasta leik 3-2 í Kórnum í Kópavogi eftir að hafa lent 1-0 undir. Vinni KA leikinn er sætið mikilvæga í Pepsi-deildinni að ári klárt. Þannig að langþráður draumur margra KA-manna gæti orðið að veruleika á laugardaginn. KA hefur 9 stiga forskot á Keflavík og 10 stiga forskot á Þór en það eru liðin sem sitja í 3. og 4. sæti.

Leikurinn hefst sem fyrr kl. 16:00 og er frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Við hvetjum KA fólk eindregið til að koma á völlinn, þá helst í gulu og styðja strákana áfram.

Stuðningsmenn KA ætla að hittast kl. 14:00 á Akureyri Backpackers og það verður einnig boðið upp á andlitsmálningu á Akureyrarvelli fyrir leik.