Anna Rakel Pétursdóttir og Andrea Mist Pálsdóttir byrjuðu fyrstu tvo leikina í úrslitakeppni EM U17 ára liða sem fram fer hér á landi.
Þessir efnilegu leikmenn voru oft mótherjar í yngriflokkum en síðustu ár hafa þær leikið saman bæði með Þór/KA og U17 ára liði Íslands.
Þær leika saman á miðjunni með U17 ára liði Íslands og skoraði Andrea Mist mark Íslands í 3-1 tapi gegn Englendingum í dag en áður töpuðu þær 5-0 fyrir Þjóðverjum.
Síðasti leikur liðsins er gegn sterku liðið Spánverja á sunnudaginn kl. 19:00 á Kópavogsvelli.