Rajkovic gengur til liðs við KA (staðfest)

Bjarni, Rajko, Fannar og Tufa.
Bjarni, Rajko, Fannar og Tufa.

Markmaðurinn Srdjan Rajkovic hefur skrifað undir tveggja ára samning við KA. Hann kemur til liðs við KA frá Þór þar sem hann hefur leikið síðustu þrjú ár. Af þeim árum sem hann hefur verið á Íslandi hefur hann þó leikið lengst með Fjarðabyggð en hann lék með þeim í 10 ár eða frá 2001. Hann kom þó fyrst til landins 1999 og kom þá við sögu í einum leik með austanliðinu KVA. 

Hvernig lýst Bjarna Jó á að vera búinn að fá Rajko?
,,Það er frábært að vera búinn að fá Rajko. Markmannsmálin voru mikið til umræðu í haust og það sem við eigum U19 ára landsliðsmarkmanninn Fannar Hafsteins. Það hefur alltaf verið markmið okkar að Fannar yrði markmaður númer eitt á þessu keppnistímabili. Við vildum auðvitað halda Sandor og að hann myndi bakka Fannar upp í markmannsmálum. Það var þó ekki komin sá tímapunktur í ferli Sandors að verða varamarkmaður og því ákvað hann að fara yfir í Þór. Við stóðum þá uppi með tvo fína markmenn, Fannar og Steinþór Má en Steinþór ákvað að hætta af persónulegum ástæðum. Þess vegna lentum við í smá vandræðum með markmannsmálin sem nú er komin lausn á." 

Rajko verður góður stuðningur við Fannar.

,,Ég tel þetta vera góða lausn þar sem Rakjo er reynslumikill markmaður og drengur góður. Er búinn að vera Íslandi lengi og er búsettur á Akureyri. Rajko verður góður stuðningur við Fannar og mun gera hann enn betri. Það er því mjög gott að hafa góða markmenn innan raða KA."

Bjarni segir að það séu spennandi tímar framundan hjá KA en margir efnilegir leikmenn eru í röðum félagsins.

,,Eins og sjá má á KA núna er markmiðið að byggja upp nýtt lið og gefa ungum leikmönnum tækifæri. Því það er óvenju stór hópur ungra leikmanna KA."