Hinn síungi, Srdjan Rajkovic, eða Rajko eins og hann er kallaður, skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við KA og gildir hann því út tímabilið 2017.
Rajko hefur staðið sig frábærlega síðustu ár í KA-búningnum og í haust var hann valinn besti leikmaður ársins (ásamt Guðmanni). Sumarið 2016 fékk KA-liðið fæst mörk allra liða á sig í Inkasso-deildinni og var það ekki síst frábærri spilamennsku Rajko að þakka.
Rajko mun því spila að hið minnsta eitt tímabil í viðbót fyrir KA og fögnum við því.