Ótrúlega mark Todda af 40 metrum

KA menn fagna marki Þorvaldar sumarið 2002
KA menn fagna marki Þorvaldar sumarið 2002

Þorvaldur Örlygsson skoraði ótrúlegt mark á Akureyrarvelli þann 30. júní 2002 þegar KA vann öruggan 4-1 sigur á Keflvíkingum. Markið kom á 6. mínútu leiksins þegar Þorvaldur tæklaði Georg Birgisson og sveif boltinn af 40 metra færi yfir Ómar Jóhannsson í marki Keflavíkur.

Fyrr hafði Hreinn Hringsson komið KA á bragðið með marki á 4. mínútu leiksins. Adolf Sveinsson minnkaði muninn í 2-1 með marki á 13. mínútu en Þorvaldur Makan Sigbjörnsson jók muninn aftur í tvö mörk með laglegu marki á 41. mínútu. Hreinn Hringsson innsiglaði svo gulan og bláan sigur með marki á 65. mínútu og lokatölur 4-1.