Jæja krakkar, foreldrar, systkini og aðrir fylgifiskar keppenda á mótinu, þá er komið að því að tilkynna #Hashtag mótsins.
N1 ætlar að vera með keppni á milli þeirra sem senda inn flottustu myndina og nota hashtaggið #N1mótið
Einnig verða 3 skjáir á mótssvæðinu sem munu sýna þessar myndir og fara í gegnum þær allar. Instragram er forritið sem notast er við og hvetjum við alla til að taka þátt. Byrja strax og lagt er af stað í fyrramálið.
Flott verðlaun verða svo fyrir þá mynd sem verður kosinn flottasta mynd mótsins