N1-mót KA 2013 hófst í dag en fyrstu leikir verða flautaðir á eftir örfáar mínútur. Að þessu sinni eru um 1400 metnaðarfullir fótboltastrákar skráðir til leiks með sínum félögum en í ár verður leikið á tólf völlum og í fyrsta sinn á stórglæsilegum gervigrasvelli – þeim nýjasta á landinu. Það má því með sanni segja að næstu dagana verði boðið upp á algjöra fótboltaveislu á KA-svæðinu.
Allar upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu mótsins með því að smella hér. Góða skemmtun!