Myndband frá 0-3 sigri KA á Þórsvelli

Frábær endir á frábæru sumri (mynd: Sævar Geir)
Frábær endir á frábæru sumri (mynd: Sævar Geir)

KA mætti á Þórsvöll í lokaumferð Inkasso deildarinnar þann 24. september 2016. Fyrir leikinn hafði KA tryggt sér sigur í deildinni en Þórsarar höfðu misst af tækifærinu á að komast í deild þeirra bestu, það var því aðeins bæjarstoltið undir í leiknum.

Strax frá upphafi voru KA-menn betri aðilinn hvort sem það var á vellinum eða í stúkunni og strax á 4. mínútu skoraði Almarr Ormarsson fyrsta markið fyrir KA. Skömmu síðar eða á 11. mínútu tvöfaldaði Juraj Grizelj forystuna í 2-0 með laglegu marki.

Það var svo bara tímaspursmál hvenær þriðja markið myndi koma og það kom loksins á 86. mínútu þegar Bjarki Þór Viðarsson kom boltanum í netið og öruggur 0-3 sigur staðreynd annað árið í röð á Þórsvelli!

Leikurinn var sýndur beint á Stöð 2 Sport í lýsingu Henry Birgis Gunnarssonar.