Myndaveisla frá stórsigrinum á HK

Flottur sigur í gær (mynd: Sævar Geir)
Flottur sigur í gær (mynd: Sævar Geir)

KA vann 5-1 stórsigur á HK í Lengjubikarnum er liðin mættust í Boganum í gær. Með sigrinum tryggði KA sér sigur í riðli 3 og þar með sæti í undanúrslitum keppninnar. Mörk KA gerðu þeir Andri Fannar Stefánsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Sæþór Olgeirsson, Þorri Mar Þórisson og Nökkvi Þeyr Þórisson.

Sævar Geir Sigurjónsson var á leiknum og myndaði hann í bak og fyrir. Myndir hans frá leiknum má sjá með því að smella á myndina fyrir neðan.


Smelltu á myndina til að sjá fleiri myndir frá leiknum