Myndaveisla frá sigrinum á ÍBV

KA vann góðan 2-0 sigur á ÍBV í fyrsta heimaleik sínum í Pepsi deildinni í gær. Mikið líf var á Akureyrarvallarsvæðinu enda var ýmislegt skemmtilegt í boði. Hitað var upp á báðum endum vallarins og var hægt að fara á sparkvöll, fá andlitsmálningu, happdrætti, kakó og kleinur og margt fleira.

Þórir Tryggvason myndaði leikinn sem og lífið í kringum hann í bak og fyrir og er hægt að sjá myndirnar hans með því að smella á myndina hér fyrir neðan.


Smelltu á myndina til að sjá allar myndir Þóris frá leiknum