Kvennalið Þórs/KA tekur á móti ÍBV í gríðarlega mikilvægum leik í Pepsi deildinni á morgun, þriðjudag, en liðin eru fyrir leikinn í 4. og 5. sæti deildarinnar. Með sigri geta okkar stelpur skilið ÍBV nokkuð vel fyrir aftan sig en tapist leikurinn fer ÍBV upp fyrir og þá verður orðið alltof langt í liðin fyrir ofan.
Leikurinn hefst klukkan 16:15 og hvetjum við að sjálfsögðu alla til að gera sér ferð á Þórsvöll þar sem stelpurnar leika sína heimaleiki. Þetta er síðasti leikurinn í fyrri umferðinni og eins og fyrr segir skiptir hann sköpum upp á framhaldið, áfram Þór/KA!
FÉLAG | L | U | J | T | MÖRK | NET | STIG | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Stjarnan | 9 | 7 | 1 | 1 | 24 - 4 | 20 | 22 |
2 | Breiðablik | 8 | 6 | 2 | 0 | 16 - 3 | 13 | 20 |
3 | Valur | 8 | 5 | 2 | 1 | 17 - 7 | 10 | 17 |
4 | Þór/KA | 8 | 4 | 2 | 2 | 16 - 12 | 4 | 14 |
5 | ÍBV | 8 | 4 | 0 | 4 | 12 - 8 | 4 | 12 |
6 | Selfoss | 8 | 3 | 0 | 5 | 10 - 17 | -7 | 9 |
7 | Fylkir | 8 | 1 | 4 | 3 | 7 - 11 | -4 | 7 |
8 | FH | 9 | 2 | 1 | 6 | 3 - 14 | -11 | 7 |
9 | KR | 8 | 1 | 3 | 4 | 10 - 20 | -10 | 6 |
10 | ÍA | 8 | 0 | 1 | 7 | 1 - 20 | -19 | 1 |