Mikilvægur heimaleikur á sunnudaginn

Við þurfum á þér að halda! (Mynd: Sævar Geir)
Við þurfum á þér að halda! (Mynd: Sævar Geir)

KA tekur á móti Leikni Reykjavík á Akureyrarvelli á sunnudaginn klukkan 16:00 í 17. umferð Inkasso deildarinnar. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið enda stutt eftir af deildinni og skiptir því hvert stig miklu máli.

Í síðustu umferð gerði KA 0-0 jafntefli í Keflavík sem þýðir að enn hefur liðið 7 stiga forskot á næsta lið í baráttunni um sæti í efstu deild. Á sama tíma skutust Grindvíkingar upp í efsta sæti deildarinnar með öruggum 0-3 sigri á einmitt Leiknismönnum.

Leiknismenn eiga enn möguleika á að komast upp í deild þeirra bestu og er leikurinn á sunnudaginn stóri möguleiki þeirra til að halda þeim vonum á lífi. Það er því ótrúlega mikilvægt að við mætum öll á völlinn og sjáum til þess að strákarnir sem hafa verið frábærir í sumar haldi áfram á réttri braut og komi sér í enn betri stöðu þegar 5 leikir verða eftir af deildinni, áfram KA!

 FÉLAGLUJTMÖRKNETSTIG
1 Grindavík 16 10 4 2 40  -  14 26 34
2 KA 16 10 3 3 26  -  11 15 33
3 Keflavík 16 6 8 2 24  -  17 7 26
4 Leiknir R. 16 7 3 6 16  -  20 -4 24
5 Þór 16 7 2 7 21  -  25 -4 23
6 Selfoss 16 5 6 5 22  -  21 1 21
7 Haukar 16 6 2 8 24  -  30 -6 20
8 Fram 16 5 4 7 19  -  25 -6 19
9 HK 16 4 6 6 22  -  28 -6 18
10 Fjarðabyggð 16 3 7 6 22  -  24 -2 16
11 Huginn 16 4 4 8 13  -  21 -8 16
12 Leiknir F. 16 3 3 10 19  -  32 -13 12